Viðtöl og kveðjur

Í dag vorum við svo heppin að “sofa út”. Við lögðum ekki af stað fyrr en 07:30 og þá hófst tveggja tíma aksturinn til Qalqilya. Áður en við hittum fjölskyldurnar fórum við að skoða hluta múrsins sem hefur verið settur upp í kringum ákveðið svæði innan Qalqilya svæðisins. Við vorum svo heppin að fá frábært veður, sól og logn.

 

Eftir skoðunarferðina fengum við þær slæmu fréttir að afinn í fjölskyldunni sem ítölsku stelpurnar heimsóttu lést á þriðjudagskvöldið. Því héldum við öll til þeirrar fjölskyldu til að votta þeim samúð okkar. Þessi athöfn fer þannig fram að allir setjast inní stofuna og drekka einn kaffibolla en svo tekur við nokkurra mínútna þögn.

 

Þá hafði orðið þó nokkur seinkun á dagskránni en þá var klukkan orðin hálf tólf og bænastundin er alltaf á föstudögum klukkan tólf. Þá fórum við uppí aðstöðu PRCS (Palestínska Rauða hálfmánans) og biðum aðeins fram yfir tólf en þá héldum við til fjölskyldunnar. Við fórum til fjölskyldunnar sem við heimsóttum fyrst. Þar sem fjölskylda ítölsku stelpnanna vildi ekki láta mynda sig þá komu þær með okkur til “okkar” fjölskyldu. Fjölskyldan var að vana yndisleg. Þrátt fyrir að hafa fengið nýtt fólk í hvert skipti þá tóku þau okkur opnum örmum og buðu okkur uppá ekta ljúffengan palestínskan mat.

 

Þá tóku viðtölin við. Tekin voru einstaklingsviðtöl við okkur sem munu vera sýnd í heimildarmyndinni um ferðina sem mun verða tilbúin í byrjun apríl.

Eftir það tók við erfið kveðjustund þar sem við höfðum tengst sterkum böndum við fjölskylduna. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa verið svo heppin að kynnast þeim, fá að fræðast um þeirra daglega líf, tilfinningar og lífsskoðanir.

 

Að því loknu hittum við sjálfboðaliða frá PRCS og kynntumst aðeins meira starfsemi þeirra og spjölluðum um vonir og væntingar.

 

Þá tók við aftur við tveggja klukkustunda ferðalag til Jerúsalem. Áður en við borðuðum kvöldmat gengum við að grátmúrnum í Jerúsalem. Það var mjög tilfinningaríkt að fara þangað og fundum við öll orkuna þaðan. Föstudagur er heilagur dagur í augum gyðinga svo það voru nokkuð margir að biðja við múrinn – en við vorum það seint á ferð að stór hluti var farinn af stað heim á leið.

 

Síðasta kvöldmáltíðin með Rauða kross vinum okkar frá Danmörku og Ítalíu var svo í kvöld. Við leggjum af stað út á flugvöll klukkan hálf fjögur í nótt og komum því vonandi heim á klakann síðdegis á morgun ef allt gengur eftir óskum.

 

Myndir frá deginum í dag, sem og samantekt á ferðinni mun birtast hér á blogginu mjög fljótlega. Við þökkum öllum þeim sem hafa fylgst með okkur kærlega fyrir og hvetjum ykkur til að fylgjast með áfram.

 

Bestu kveðjur,

Gunnlaugur og Kristín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu
Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu

Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Helga Magnúsdóttir blogga um ferð sína á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands til Palestínu 27. febrúar - 7. mars 2009.

Verkefnið er styrkt af Mannúðarskrifstofu Evrópusambandsins (European Commission Humanitarian Aid department).

En tilgangur ferðarinnar er að kynna sér aðstæður ungmenna þar ytra. Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við Rauða hálfmánann í Palestínu unnið að verkefnum í sálrænum stuðningi fyrir börn og ungmenni síðan árið 2002.

Einnig bendum við á vef URKÍ, www.urki.is þar má finna upplýsingar um starf Ungmennahreyfingarinnar.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband