28.2.2009 | 06:12
Komin til Jerúsalem
Nú erum við komin á hótelið okkar og höfum það gott hér.
Ein taska týndist þó. Það var taskan hennar Sólveigar sem er starfsmaður Rauða kross Íslands og er með okkur í þessari för. Vonandi kemur taskan í leitirnar sem fyrst en hún inniheldur m.a. gjafir til gestgjafa okkar í Palestínu en þangað förum við á morgun.
Við stefnum þó á að leggja okkur núna eftir að hafa verið á ferðinni síðustu 15 klukkustundirnar.
Í kvöld er svo matur með ungmennunum frá Danmörku, Frakklandi og Ítalíu.
Íslensk ungmenni til Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.