Styttist í ferðina til Palestínu

Nú er seinni undirbúningsdegi vegna ferðar okkar til Palestínu lokið en við munum halda á vit ævintýranna í lok næstu viku.

Á undirbúningsdögunum tveimur sem haldnir voru á landsskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9 var m.a. farið yfir öryggismál, starf Rauða krossins innanlands og erlendis, kynningarmál eftir heimkomu heilbrigðismál og margt fleira gagnlegt.

Tilgangur ferðarinnar er að við fáum að kynnast aðbúnaði ungmenna í Palestínu með það að markmiði að kynna aðstæðurnar fyrir Íslendinum þegar heim er komið.

Um leið og við komum út tekur á móti okkur rúmlega vikulöng dagskrá.
Föstudaginn 27. febrúar fljúgum við til London og þaðan til Tel Aviv í Ísrael þaðan verður okkur ekið til Jerúsalem en þar munum við gista flestar næturnar.
Á meðan á dvölinni stendur munum við m.a. heimsækja Ramallah, Hebron og Qalqiliya. Við munum heimsækja fjölskyldur í Qalqilya og kynnast fjölskylduaðstæðum þar og m.a. fylgja börnum fjölskyldunnar í gegnum skóladag.

Nú eru 10 dagar í brottför og verða þeir vel notaðir í bólusetningar og annan undirbúning. 

Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með hér á bloggsíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu
Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu

Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Helga Magnúsdóttir blogga um ferð sína á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands til Palestínu 27. febrúar - 7. mars 2009.

Verkefnið er styrkt af Mannúðarskrifstofu Evrópusambandsins (European Commission Humanitarian Aid department).

En tilgangur ferðarinnar er að kynna sér aðstæður ungmenna þar ytra. Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við Rauða hálfmánann í Palestínu unnið að verkefnum í sálrænum stuðningi fyrir börn og ungmenni síðan árið 2002.

Einnig bendum við á vef URKÍ, www.urki.is þar má finna upplýsingar um starf Ungmennahreyfingarinnar.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband