17.2.2009 | 19:54
Styttist í ferðina til Palestínu
Nú er seinni undirbúningsdegi vegna ferðar okkar til Palestínu lokið en við munum halda á vit ævintýranna í lok næstu viku.
Á undirbúningsdögunum tveimur sem haldnir voru á landsskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9 var m.a. farið yfir öryggismál, starf Rauða krossins innanlands og erlendis, kynningarmál eftir heimkomu heilbrigðismál og margt fleira gagnlegt.
Tilgangur ferðarinnar er að við fáum að kynnast aðbúnaði ungmenna í Palestínu með það að markmiði að kynna aðstæðurnar fyrir Íslendinum þegar heim er komið.
Um leið og við komum út tekur á móti okkur rúmlega vikulöng dagskrá.
Föstudaginn 27. febrúar fljúgum við til London og þaðan til Tel Aviv í Ísrael þaðan verður okkur ekið til Jerúsalem en þar munum við gista flestar næturnar.
Á meðan á dvölinni stendur munum við m.a. heimsækja Ramallah, Hebron og Qalqiliya. Við munum heimsækja fjölskyldur í Qalqilya og kynnast fjölskylduaðstæðum þar og m.a. fylgja börnum fjölskyldunnar í gegnum skóladag.
Nú eru 10 dagar í brottför og verða þeir vel notaðir í bólusetningar og annan undirbúning.
Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með hér á bloggsíðunni.
Tenglar
Fjölmiðlaumfjöllun
Efni tengt Rauða krossinum
Eldri færslur
Af mbl.is
Innlent
- Þetta gerir það sem það vill
- Æðsti dómstóll staðfestir sekt Odee
- Ferðamenn fá upplýsingar um gosið á Reddit
- Þvílíkt straumabrjálæði
- Sjö manns fá 49 milljónir
- Golli segir árásina forkastanlega
- Rán og frelsissvipting í Árbænum til rannsóknar
- Lögreglu stafi ekki ógn af samtökunum
- Landhelgisgæslan sótti konu í Landmannahelli
- Myndskeið náðist af árásinni
- Stórfelld kannabisframleiðsla rannsökuð í mánuði
- Einn alvarlega slasaður: Búið að opna veginn
- Félagið Ísland-Palestína harmar árásina
- 27 flugþjónum sagt upp störfum hjá Play
- Sigríður um árásina: Þetta er alvarleg þróun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.