Fjölmiðlaumfjöllun

Nú er ferðin okkar byrjuð að rata í fjölmiðla enda orðið stutt í brottför!

Í fyrramálið (26. febrúar) um kl. 8.45 verðum við í beinni í þætti Heimis og Kollu, Ísland í bítið.
Í dag var einnig tekið blaðaviðtal við Gunnlaug sem væntanlega birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn.

Nú liggur endanleg ferðatilhögun fyrir og við leggjum af stað frá Keflavíkurflugvelli kl. 16.30 næstkomandi föstudag. Fljúgum til London og þaðan til Tel Aviv.

Þar sem um mjög verðugt verkefni er að ræða leggjum við mikla áherslu á að koma sem mest fram og fjalla sem mest um ferðina, bæði fyrir og eftir.
Því hvetjum við alla (fjölmiðla, skóla, vinnustaði eða einstaklinga) sem hafa áhuga á að kynna sér ferð okkar betur til að setja sig í samband við okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu
Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu

Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Helga Magnúsdóttir blogga um ferð sína á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands til Palestínu 27. febrúar - 7. mars 2009.

Verkefnið er styrkt af Mannúðarskrifstofu Evrópusambandsins (European Commission Humanitarian Aid department).

En tilgangur ferðarinnar er að kynna sér aðstæður ungmenna þar ytra. Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við Rauða hálfmánann í Palestínu unnið að verkefnum í sálrænum stuðningi fyrir börn og ungmenni síðan árið 2002.

Einnig bendum við á vef URKÍ, www.urki.is þar má finna upplýsingar um starf Ungmennahreyfingarinnar.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband