Viðtal í Fréttablaðinu

Bendum á viðtal við Gunnlaug í Fréttablaðinu í dag.

Sjá viðtalið: http://palestinufarar.blog.is/users/6c/palestinufarar/img/frettab.jpg 
eða http://vefblod.visir.is/index.php?s=2862&p=70784

 

 

 

 

 

frettab


Komin til Jerúsalem

Nú erum við komin á hótelið okkar og höfum það gott hér.

Ein taska týndist þó. Það var taskan hennar Sólveigar sem er starfsmaður Rauða kross Íslands og er með okkur í þessari för. Vonandi kemur taskan í leitirnar sem fyrst en hún inniheldur m.a. gjafir til gestgjafa okkar í Palestínu en þangað förum við á morgun.

Við stefnum þó á að leggja okkur núna eftir að hafa verið á ferðinni síðustu 15 klukkustundirnar.

Í kvöld er svo matur með ungmennunum frá Danmörku, Frakklandi og Ítalíu.


mbl.is Íslensk ungmenni til Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtalið á Bylgjunni

Við mættum eldhress á Bylguna í morgun ásamt Sólveigu Ólafsdóttur, sviðstjóra hjá Rauða krossinum.
Þar hittum við þau Kollu og Heimi og spjölluðum við þau um ferðalagið okkar sem hefst á morgun.

Viðtalið má finna á slóðinni: http://bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=42848

Endilega haldið áfram að fylgjast með!


Fjölmiðlaumfjöllun

Nú er ferðin okkar byrjuð að rata í fjölmiðla enda orðið stutt í brottför!

Í fyrramálið (26. febrúar) um kl. 8.45 verðum við í beinni í þætti Heimis og Kollu, Ísland í bítið.
Í dag var einnig tekið blaðaviðtal við Gunnlaug sem væntanlega birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn.

Nú liggur endanleg ferðatilhögun fyrir og við leggjum af stað frá Keflavíkurflugvelli kl. 16.30 næstkomandi föstudag. Fljúgum til London og þaðan til Tel Aviv.

Þar sem um mjög verðugt verkefni er að ræða leggjum við mikla áherslu á að koma sem mest fram og fjalla sem mest um ferðina, bæði fyrir og eftir.
Því hvetjum við alla (fjölmiðla, skóla, vinnustaði eða einstaklinga) sem hafa áhuga á að kynna sér ferð okkar betur til að setja sig í samband við okkur.


Styttist í ferðina til Palestínu

Nú er seinni undirbúningsdegi vegna ferðar okkar til Palestínu lokið en við munum halda á vit ævintýranna í lok næstu viku.

Á undirbúningsdögunum tveimur sem haldnir voru á landsskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9 var m.a. farið yfir öryggismál, starf Rauða krossins innanlands og erlendis, kynningarmál eftir heimkomu heilbrigðismál og margt fleira gagnlegt.

Tilgangur ferðarinnar er að við fáum að kynnast aðbúnaði ungmenna í Palestínu með það að markmiði að kynna aðstæðurnar fyrir Íslendinum þegar heim er komið.

Um leið og við komum út tekur á móti okkur rúmlega vikulöng dagskrá.
Föstudaginn 27. febrúar fljúgum við til London og þaðan til Tel Aviv í Ísrael þaðan verður okkur ekið til Jerúsalem en þar munum við gista flestar næturnar.
Á meðan á dvölinni stendur munum við m.a. heimsækja Ramallah, Hebron og Qalqiliya. Við munum heimsækja fjölskyldur í Qalqilya og kynnast fjölskylduaðstæðum þar og m.a. fylgja börnum fjölskyldunnar í gegnum skóladag.

Nú eru 10 dagar í brottför og verða þeir vel notaðir í bólusetningar og annan undirbúning. 

Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með hér á bloggsíðunni.


Undirbúningsdagar

Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar eru undirbúningsdagar hjá okkur vegna ferðar okkar til Palestínu.

Við förum út föstudaginn 27. febrúar og komu heim á ný sunnudaginn 8. mars.

Endilega fylgist með ferðum okkar í Palestínu í gegnum þessa bloggsíðu okkar.


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu
Gunnlaugur Bragi og Kristín Helga í Palestínu

Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Helga Magnúsdóttir blogga um ferð sína á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands til Palestínu 27. febrúar - 7. mars 2009.

Verkefnið er styrkt af Mannúðarskrifstofu Evrópusambandsins (European Commission Humanitarian Aid department).

En tilgangur ferðarinnar er að kynna sér aðstæður ungmenna þar ytra. Rauði kross Íslands hefur í samstarfi við Rauða hálfmánann í Palestínu unnið að verkefnum í sálrænum stuðningi fyrir börn og ungmenni síðan árið 2002.

Einnig bendum við á vef URKÍ, www.urki.is þar má finna upplýsingar um starf Ungmennahreyfingarinnar.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband